Spurt & Svarað

Ef þig langar að vita meira um Félagakerfi þá ertu á réttum stað. Þessi leiðarvísir tekur saman helstu spurningar og svör um Félagakerfi, vöruna (virkni og eiginleika), gjaldheimtu & verðskrá o.fl.
Hvað er Félagakerfi?

Félagakerfi eru alhliða mínar síður fyrir félagsmenn stéttarfélaga, verkalýðs- og kjarafélaga. Gagngert til að auka einfaldleika í utanumhaldi og rekstri.

Fyrir hvern er Félagakerfi?

Félagakerfi er fyrst og fremst fyrir þá aðila sem stýra og sjá um rekstur stéttarfélags. Við viljum einfalda líf þeirra og aðstoða þá að einfalda alla umsýslu og færa stéttarfélögin úr handvirkri vinnu og yfir í sjálfvirka.

Hvað tekur uppsetning á Félagakerfum langan tíma?

Uppsetning á Félagakerfum telur í dögum en ekki vikum. Háð því að við getum tengst grunnkerfum með auðveldum hætti og sótt viðeigandi upplýsingar um félagsmenn. Við yfirförum og aðlögum stillingar á mínum síðum eftir þinni þörf.

Ég sé um rekstur stéttarfélags. Get ég reiknað út mögulegan sparnað á rekstri stéttarfélagsins?

Já, við höfum sérsmíðað reiknivél sem byggður er í grunninn útfrá fjölda félagsmanna og þá hversu mikið er unnið með hverja umsókn. Afgreiðsla umsókna getur tekið mismikinn tíma og fer eftir því hversu “handvirk” núverandi uppsetning hjá viðeigandi stéttarfélagi er. 

Reiknivélina má finna hér.

Hvað þarf ég til þess að nota Félagakerfi?

Félagakerfi er fyrir samtök eða stéttarfélög sem nota DK Hugbúnað fyrir bókhaldsumsýslu.

Er hægt að sjá lista yfir virkni á Kerfinu?

Já, erum með opið Trello borð yfir alla virkni Félagakerfa þar sem jafnframt er hægt að skoða þá virkni / fítusa sem eru í vinnslu og/eða á teikniborðinu. Ef þú ert með hugmynd að bættu Félagakerfi að þá máttu endilega senda okkur tölvupóst á [email protected]

Trello borðið má sjá hér.

Opnunartími

Félagakerfi er opið alla virka daga frá 09-15. Bæjarlind 14-16, önnur hæð.