Er verkalýðshreyfingin tilbúin fyrir fjórðu iðnbyltinguna?

Áhugavert er að fylgjast með umræðu um umsýslu stéttarfélaga og hvert framtíð þeirra stefnir.

Áhugavert er að fylgjast með umræðu um umsýslu stéttarfélaga og hvert framtíðin þeirra stefnir. ASÍ gefur út skýrslu forseta ár hvert þar sem ítarlega er farið yfir alla tengda þætti er marka heild stéttarfélaga. Þegar rýnt er í skýrsluna sést að forstöðumenn eru meðvitaðri um hversu hratt samfélagið og kröfur notenda eru að breytast. Að sama skapi sjá þau tækifæri í því að auka fjárfestingu í upplýsingatækni sem getur sparað þeim og félagsmönnum sínum töluverðan tíma. Samþætting, samvinna, skipulag, GDPR persónuverndarstefna og þá sérstaklega fjórða iðnbyltingin er mikið á milli tanna stjórnenda. Það síðastnefnda er einmitt hugtak sem vísar til tækniframfara og þeirra sem eru í vændum eins og t.d. sjálfvirknivæðingu sem mun óumflýgjanlega valda víðtækum breytingum á næstu árum á umhverfi launafólks og atvinnulíf.

Eftir að hafa rýnt í það lausnaframboð sem stéttarfélög veita félagsmönnum að þá teljum við félögin eiga langt í land með að nálgast núverandi kröfur notenda um notendaupplifun, þá t.d. þegar veflausnir, persónuverndaröryggi og sjálfafgreiðsla umsókna eru skoðað.

Við bjóðum uppá lausn sem kallast Félagakerfi sem er sérhannað að þörfum verkalýðshreyfingarinnar og leysir fjölmargar kröfur félagsmanna. Kerfið sjálft er hannað og þróað af reynslumiklum hönnuðum og forriturum sem hafa áratugareynslu í þróun veflausna og vefkerfa. Við hvetjum því stéttarfélög, verkalýðsfélög og kjarafélög að kynna sér vöruna hér á síðunni og hafa samband.