Mínar síður og Félagakerfi

Lagalegur fyrirvari

Þessi veflausn er eign og í um­sjá Félagakerfa (Kaktus Kreatives kt. 5806191850), Bæjarlind 14-16  201 Kópavogi. Með því að fara inn á þessa vefsíðu telst not­andi hennar hafa samþykkt þessa notk­un­ar­skil­mála.

Þessi veflausn er fyrst og fremst ætluð til al­mennra upp­lýs­inga um vörur og þjón­ustu Félagakerfa. Félagakerfi leggur metnað í að allar upp­lýs­ingar sem fram koma á þess­ari vefsíðu séu ávallt réttar eða tæm­andi hvað varðar til­tekin viðfangs­efni. Þetta er þó ekki hægt að ábyrgj­ast og er því rétt að not­andi vefsíðunnar hafi sam­band við starfs­fólk Félagakerfa ef að til­teknar upp­lýs­ingar varða hann miklu.

Engar upp­lýs­ingar á þess­ari veflausn fela í sér bind­andi sölu­tilboð af hálfu Félagakerfa nema það sé sér­stak­lega tekið fram. Lausnin er háðar ýmsum skilyrðum sem eru bundnar við hvern og einn viðskiptavin sem leit­ast við að finna hágæða lausn fyrir félagsmenn sína. Not­andi veflausnarinnar þarf því al­mennt að hafa sam­band við viðeig­andi starfs­fólk fé­lags­ins til þess að fá nán­ari upp­lýs­ingar eða tilboð í til­tekna sérvirkni.

Ef ekki er annað tekið fram á veflausninni þá eru allar upp­lýs­ingar á henni eign Félagakerfa og end­ur­birt­ing þeirra, hvort sem er í heild eða hluta, er óheimil nema með samþykki fé­lags­ins. Brot á því varða viður­lögum sam­kvæmt höf­unda­rétti.

Á sumum hlutum vefsíðunnar getur not­andi hennar gefið Félagakerfum til­teknar upp­lýs­ingar um sig eða aðstæður sínar. Þessi þjón­usta er veitt til hægðar­auka fyrir viðskipta­menn Félagakerfa sem og aðra sem vilja kynna sér eða nýta sér þjón­ustu Félagakerfa. Öllum upp­lýs­ingum sem þannig er safnað saman njóta verndar laga um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga nr. 90/​2018. Félagakerfi nýtir þessar upp­lýs­ingar ein­göngu til vinnslu sem heimil er skv. sömu lögum. Allir sem óska þess geta fengið upp­lýs­ingar hjá Félagkerfum hvaða upp­lýs­ingum fé­lagið býr yfir hvað hann varðar og fengið af þeim af­rit sbr. III. kafla laga um per­sónu­vernd og meðferð per­sónu­upp­lýs­inga. Hafa ber sam­band við starfs­fólk Félagakerfa til þess að nýta þennan rétt.

Á þess­ari veflausn kunna að vera slóðir inn á aðrar veflausnir. Félagakerfi ber ekki ábyrgð á að þessar slóðir virki né neinu efn­is­legu inni­haldi á vefsíðum sem slóðin kann að leiða.

Þessi vefsíða fellur al­farið undir ís­lensk lög og ís­lenska dóm­stóla.