Um okkur

Félagakerfi einblínir á að einfalda líf starfsmanna íslenskra stéttarfélaga. Við smíðum lausnir sem einfalda daglega umsýslu og gefa starfsmönnum rými til að veita félagsmönnum enn betri þjónustu.

Umbylting á stafrænni umsýslu stéttarfélaga

Fyrirtækið var stofnað sumarið 2019 í kringum Félagakerfi sem hefur verið í þróun síðustu ár. Fyrirtækið leggur áherslu á þróun lausna fyrir stéttarfélög og hefur náð góðum árangri með kerfið sem hefur verið unnið með Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) og dk hugbúnaði. 

Guðmundur Sigursteinn Jónsson, hjá Félagakerfum, segir fyrirtækið hafa frá upphafi lagt áherslu á þarfir stéttarfélaga og að í ljós hafi komið fjölmörg tækifæri til að bæði lágmarka tíma við úrvinnslu umsókna og bæta samskiptaleiðir stéttarfélaga og félagsmanna þeirra. Úr hafi orðið alhliða mínar síður fyrir félagsmenn stéttarfélaga, gagngert til að spara tíma í umsýslu og auka þjónustu til félagsmanna. 

Í dag er Félagakerfi með starfstöð í Síðumúla 27, 108 Rvk. (3. hæð).
Kennitala Félagakerfa [Kaktus Creatives ehf]: 5806191850

Starfsmenn Félagakerfa

Orri Arnarsson

Orri Arnarsson

Guðmundur S. Jónsson

Guðmundur S. Jónsson

Birgir Hrafn  Birgisson

Birgir Hrafn Birgisson

Gildi

Við trúum á að gagnsæi í vinnubrögðum, náið samstarf við viðskiptavini og framúrskarandi  þjónusta sé leiðin til árangurs! 

Gagnsæi

Gagnsæi í vinnubrögðum skiptir okkur miklu máli. Allt sem snertir t.a.m. samskipti við viðskiptavini, þróun kerfisins og reikningagerð. 

Samstarf

Við trúum því að öflugt samstarf við viðskiptavini leiði til þess að varan verði enn sterkari. Með skilvirkum samskiptum er hægt að fá endurgjöf á kerfið og hugmyndir um hvað betur megi fara. 

Þjónustulund

Við viljum veita framúrskarandi þjónustu. Vera til taks þegar að spurningar vakna og svara fyrirspurnum af kostgæfni. Við viljum að viðskiptavinir finni fyrir því að þeir skipta okkur máli. 

Félagakerfi

Viltu spara þér tíma í umsýslu?

Við viljum hjálpa!